Skilmálar leigumarkaðs PON

Skilmálar leigumarkaðs PON

1 Afhending og móttaka

1.1 Tæki/búnaður er afhent að Selhellu 3 við lagerhurð.

1.2 Tæki/búnaður er skilað að Selhellu 3 við lagerhurð.

1.3 Tæki/búnaði skal skilað í því ástandi sem við honum er tekið.

2 Notkun

2.1 Leigutaki er ábyrgur fyrir daglegum rekstri tækis/búnaðar og ber að kynna sér viðhalds og rekstrarleiðbeiningar.

2.2 Leigutaka er ekki heimilt að lána eða endurleigja tæki/búnað til þriðja aðila.

2.3 Leigutaki er að fullu ábyrgur fyrir tæki/búnaði svo og þeim hlutum sem því tilheyra.

2.4 Sé ástand tæki/búnaðs í lok leigutíma ekki í samræmi við samninginn er leigusala heimilt að skuldfæra standsetningu eða viðgerðarkostnað á leigutaka.

2.5 Rekstrarvörur svo sem olíur, dísilolía, smurolía og aðrar daglegar rekstrarvörur eru ekki innifaldar í leigu og skulu lagðar til af leigutaka.

2.6 Leigutaki ber ábyrgðum á þrifum á tæki/búnaði og skal skila þeim í tilbúnu ástandi fyrir næstu útleigu hjá PON.

2.7 Leigutaka er óheimilt að nota leigumun í eitthvað annað en það sem hann er leigður fyrir

2.8 Leigusali hefur rétt til hvenær sem honum þóknast að skoða ástand tækisins.

3 Ábyrgð Leigutaka

3.1 Ábyrgð af tækinu flyst yfir til leigutaka þegar leigutaki hefur skrifað undir fyrir móttöku á tækinu

3.2 Leigutaka ber í hvívetna að sýna fyllstu aðgæslu við meðferð hins leigða og ber hann fulla og ótakmarkaða ábyrgð á því meðan þau eru í hans vörslu.

3.3 Til vörslu í þessu sambandi telst tímabilið frá því að tækið/búnaðurinn eru afhent leigutaka og þar til þeim hefur verið skilað.

3.4 Tækin/búnaðurinn skulu afhent leigutaka hrein, heil og í góðu ástandi. Leigutaki skal skila tækjum/búnaði í sama ástandi.

3.5 Leigutaka ber að tilkynna leigusala um skemmdir sem verða kunna á tækjum/búnaði meðan þau eru í vörslu og á ábyrgð leigutaka.

3.6 Leigutaka ber að greiða bætur fyrir skemmdir á tækjum/búnaði sem skemmast kunna í vörslu leigutaka.

3.7 Sé ekki hægt að gera við tækið/búnaðinn skal leigutaki greiða fyrir nýtt tæki/nýjan búnað til að bæta þann sem skemmdist.

3.7.1 Miðað skal við það verð sem eins eða sambærileg vara kostar sem PON velur á þeim tíma sem uppgjör milli leigusala og leigutaka fer fram.

3.8 Sé vöru stolið í vörslu leigutaka skal leigutaki greiða fyrir nýja vöru samkvæmt gjaldskrá PON.

3.9 Greitt skal fyrir viðgerðir samkvæmt reikningi leigusala.

3.10 Ábyrgð af tækinu flyst aftur yfir til leigusala þegar leigusali hefur skrifað undir móttöku fyrir tækinu.

3.11 Leigutaki greiðir allan kostnað af flutningi tækisins.

3.12 Sé leigutæki óþrifið þegar því er skilað mun PON rukka þrif fyrir tækið. Stærri þrif eru seld á 20.000 kr og minni þrif eru seld án 8.000kr, öll verð eru án VSK.

4 LEIGU- OG AFGREIÐSLUGJALD OG UPPGJÖR

4.1 Leigutaka ber að greiða leigugjald vegna tækis/búnaðar í eigu PON ehf. og fer um fjárhæð þess samkvæmt gjaldskrá leigusala á hverjum tíma. Leigugjald tekur mið af dagleigu, vikuleigu og mánaðarleigu.

4.2 Sé vél ekki skilað fyrir innan eða við lok leigutíma þá framlengist þessi leigusamningur um einn dag á dagleigugjaldi þar til tæki/búnaði hefur verið skilað.

4.3 Ef reikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast lögleyfðir dráttarvextir.

4.4 Á samningi um langtímaleigu reiknast 5 dagar greiddir og helgar fríar, leigutaki hefur þannig leyfi til að nýta hið leigða einnig um helgar en bilanaþjónusta er ekki innt af hendi fyrr en fyrsta virkan dag eftir helgar.

4.5 Leigutaki greiðir allan kostnað af flutningi tækisins.

4.6 Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða brýtur í bága við leigusamning þennan, getur leigusali sótt hið leigða til leigutaka, en er það ekki skylt.

4.7 Leigusali getur fengið til liðs við sig viðkomandi fógeta eða lögreglu.

4.7.1 Leigutaki ber allan kostnað af þessum aðgerðum

4.8 Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamnings og skilmála þessa með undirritun á leigusamning og/eða við greiðslu fyrsta reiknings

Skilmála þessa má einnig finna á heimasíðu PON - www.pon.is